Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Saga kórsins

Stiklað á stóru í sögu Stefnis

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir var stofnaður þann 15. janúar 1940. Fyrsta söngskemmtunin var að Brúarlandi í Mosfellssveit 7. febrúar það ár. Stofnfélagar voru 20, en þeim hefur nú fjölgað í rúmlega 50. Fyrsti söngstjóri var Oddur Andrésson á Hálsi í Kjós, en síðar tóku við þeir Gunnar Sigurgeirsson, Páll Halldórsson og Birgir Halldórsson og voru æfingar haldar í Brúarlandi. Lárus Sveinsson tók við stjórn kórsins árið 1975 og stjórnaði honum í 25 ár, að undanskildum fjórum árum, en þá stjórnaði Helgi R. Einarsson. Lárus lést árið 2000, og þá tók Atli Guðlaugsson við. 2007 lét hann af störfum og Gunnar Ben tók við og stjórnaði til árisis 2012, þá tók Julian Hewlet og stjórnaði hann kórnum í 2 ár eða til 2014, núverandi stjórnandi er Árni Heiðar Karlsson.
Kórinn hefur starfað af nokkrum þrótti flest þessi ár og haft mikla breidd í verkefnavali, allt frá léttum slögurum upp í sígilda tónlist eftir Mozart, Wagner, Beethoven og Liszt.

Kórinn hefur ferðast nokkuð, bæði innanlands og utan. Við reynum að enda starfsárið með helgarferð út á land í apríl/mai, þar sem við höldum tónleika, aðalfund, og síðan skemmtun. Stefnir hefur einnig farið í nokkrar utanlandsferðir, til Kanada, Danmerkur og Noregs. Til Austurríkis og Ungverjalands 1997 þar sem flutt var Sálumessa eftir Frans Liszt í fæðingarborg tónskáldsins, Búdapest, og einnig í Vínarborg. Í júlí 2002 fór Stefnir til Llangollen í Wales þar sem kórinn tók þátt í árlegu kóramóti þar. Í lok maí 2007 fór kórinn svo í ferð til St. Pétursborgar í Rússlandi þar sem tekið þar þátt í norrænni tónlistarhátíð en einnig var sungið í Helsinki í Finnlandi.

Stefnir hefur alla tíð notið velvildar bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ, bæði hvað varðar fjárhagslegan stuðning og aðstöðu til æfinga. Í júní árið 2000 hlaut Karlakórinn Stefnir starfsstyrk til menningarmála árið 2000, og þar með sæmdarheitið: Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2000. Um áramótin 2001 - 2002 fékk Stefnir kjallarann í Brúarlandi afhentann til umráða. Rættist þar langþráður draumur Stefnismanna um eigið húsnæði undir starfsemina en við höfðum verið á hrakhólum með allar eignir kórsins eins og söngpalla og skerma eftir að þrengja tók um okkur í Varmárskóla. Sá draumur rann út á miðju söngári um áramótin 2007 - 8 en þá var ákveðið að taka Brúarland að nýju til nota sem skólahúsnæði þegar framhaldsskóli tók til starfa. Í dag hefur Stefnir fengið skrifstofu aðstöðu í Hlégarði en æfingar eru í Krikaskóla.