Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir
Sagan og fréttir af starfi Stefnis

Hæ tröllum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir Mosfellsbæ

Sólin er farin að hækka á lofti og léttist þá yfir öllu. Félagar okkar norðan heiða, n.t.t. Karlakór Akureyrar-Geysir býður til söngveislu á Akureyri annað hvert ár. Þeir kalla hana "Hæ tröllum". Á ferð okkar Stefnismanna um Norðurland í vor, þar sem við enduðum í Færeyjum í vel heppnaðri ferð, heilsuðum við uppá þessa félaga okkar og sungum með þeim í Hofi. Þá buðu þeir okkur að taka þátt í þessari hátíð nú að þessu sinni. Því er það að Karlakórinn Stefnir stefnir norður fyrir heiðar í næsta mánuði, 15 - 16 mars, þar sem við tökum þátt í þessari sönghátið en auk okkar taka þátt karalkórinn Drífandi af Austurlandi og Karlakór Dalvíkur. Hátíðin verður á laugardaginn 15. mars, hefst kl 17:00 og verður í Glerárkirkju.


 

Gleðilegt nýtt ár

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir óskar félögum og fjölskyldum þeirra, styrktarfélögum, velunnurum sínum og mosfellingum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar stuðning og samveru á því herrans ári 2013 sem nú hefur runnið sinn skeið.

Starf Stefnis hefst af fullum krafti strax á fyrsta þriðjudegi nýs árs eða þann 7. janúar 2014. Verður það með reglubundinni æfingu í Krikaskóla. Nýir félagar eru ávallt velkomnir það er góður tímapunktur að hefja starfið með okkur nú eftir áramótin en þá verður tekið við að æfa prógram vorsins er verður fjölbreytt að vanda. Æfingarnar hefjast kl 19:30 og standa alla jafna til kl 22:00.

 

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 50 ára

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Sunnudaginn 3. nóvember n.k. heldur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar uppá 50 ára afmæli sitt. Verður það í Íþróttahúsinu að Varmá og hefjast tónleikarnir kl 14:00. Þar munu 10 af 12 kórum í bænum taka þátt og fagna með Skólahljómsveitinni á þessum tímamótum. Stefnir mun ekki láta sitt eftir liggja en bæði Skólahljómasveitin og Stefnir hafa hlotið sæmdarheitið "Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar". Vonumst við einnig til þess að velunnarar Stefnis sjái sér fært að mæta í Íþróttahúsið þann 3. nóvember.

 

Tónleikar í Hlégarði 19. september

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ verður með hausttónleika í Hlégarði fimmtudaginn 19. september kl 20:00. Þar verður hluti af dagskrá vorsins flutt í heimabyggð Stefnis og eru allir velkomnir. Með okkur verða einsöngvararnir, Jogvan Hansen og Kristín Sigurðardóttir eins og í vor. Sjá má auglýsingu um tónleikana hér.

Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta í gamla Hlégarð og eiga með okkur notarlega stund. Aðgangur er ókeypis

 

Hausttónleikar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, fór vel fram um liðna helgi og fyrir utan föstudaginn, þá rættist vel úr veðrinu. Á sunnudaginn gekk á með skúrum en í Hlégarði myndaðist ljúf stemming á hátíðarsamkomu bæjarstjórnar. Hún hófst með því að Karlakórinn Stefnir söng ein tíu lög. Fyrst tvö færeysk, annað við færeyskan texta, Tidin rennur, og Fagurt er um sumarkvöld við sæinn. Þá komu fimm íslensk, alla vega íslenskir textar, og svo fluttum við tvö ítölsk lög og einsöngvarinn okkar, hún Kristín Sigurðardóttir flutti eitt lag.

Þá var komið að veitingu viðurkenninga til einstaklinga og fyrirtækja fyrir vel hirt umhverfi og garða. Þá kom að útnefningu bæjarlistamanns fyrir árið 2013 og er það Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem titilinn hlaut. Stefnir, sem bæjarlistamaður árið 2000 býður Ólaf velkominn í hópinn. Að lokum söng svo Stefnir tvö lög.

Vetrarstarfi Stefnis er nú farið af stað, byrjar gjarnan í kring um bæjarhátíðina. Að þessu sinni munum við hefja starfið með tónleikahaldi og verður Stefnir með hausttónleika í Hlégarði þann 19. september n.k. Tímasetning þeirra verður auglýst mjög fljótlega.

 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL